Gerard Houllier hefur komið Liverpool-aðdáendum í opna skjöldu með því að lýsa því yfir að liðið eigi ekki möguleika á að halda í við Manchester United á næstu leiktíð. “United vinnur titilinn, það er bara svo einfalt. Þeir hafa kraftinn þegar á honum þarf að halda,” sagði Houllier og bætti við:

“Ég er enginn draummóramaður. Ég veit á hvaða stig við þurfum að komast til að ná Man Utd sem eru fyrir ofan okkur. Arsenal, Leeds og Chelsea eru einnig á eftir þeim.

”Spurðu hvern sem er hver vinnur deildina og þú færð alltaf sama svarið, Manchester United.

“Deildin segir bara allt sem segja þarf. Þeir unnu hana með ellefu stiga mun þrátt fyrir að hafa tekið fótinn af bensíngjöfinni í lokaumferðunum. United liðið er eins og stór bílvél og með nýju mönnunum er komin enn meiri kraftur í hana. Þeir hafa eytt nærri 50 milljón punda í leikmenn sem eru vel þekktir og hafa reynslu. Þeir hafa efni á því, en Liverpool……..ég veit ekki.

”Auðvitað viljum við vinna deildina, en það er engin glóra í því að segja það að við eigum eftir að vinna hana eftir eitt, tvö eða þrjú ár. Þegar að ég kom til félagsins sagði ég að United hefðu tekið sjö ár í að vinna titilinn, að endurbyggja og skipuleggja. Ég vona að það taki okkur styttri tíma að komast á þennan stall."

Er þá ekki bara við hæfi að enda þessa frétt á því að feta í fótspor Houllier og óska Man Utd til hamingju með titilinn sem þeir fá afhendan eftir tíu mánuði.

hvurlags stjóri er þetta að óska einhverju öðru liði titlinum og segja að sitt lið ekki ekki séns ÞVÍLIKUR AULI ER HANN!!!!!