Frakki til Fulham Lyon hefur samþykkt boð Tigana og co í Fulham sem hljóðar upp á 4,5 millur fyrir Steed Malbranque, miðvallarleikmann liðsins. Pilturinn er víst ekki í náðinni hjá þjálfara liðsins og hefur gefið það út að hann vilja spila en ekki vera á varamannabekk. Varð því bara glaður með tilboð Fulham og krossar bara fingur um að hann muni standast læknisskoðun. Það hefur gengið erfiðlega hjá Tigana að styrkja liðið fyrir átökin í vetur svo hann er bara hamingjusamur með þetta. Malbranque er fyrrum fyrirliði 18 ára landsliðs Frakka en aðstoðarmaður Tigana hjá Fulham er einmitt Christian Damiano sem sá um það lið til 1999.

Það er nú alltaf verið að hjala um það að Leeds séu að rembast við Kieron Dyer, Newcastle strák. Ridsdale hefur neitað öllu þar um en vitað er að O´Leary finnst hann býsna góður kostur. Nú hefur Newcastle sett 25 millur á drenginn, svona til að fæla önnur lið frá. Vitað er líka að Newcastle hefur lengi haft áhuga á Michael Bridges, hinn langmeidda framherja Leeds, og höfðu reyndar fyrir löngu boðið í hann 7 millur. Bridges verður ekki kominn á ról fyrr en eftir 1-2 mánuði svo varla fer hann uppí sem skiptimynt. Enda fáránlegt að setja hann plús einhverjar 15-18 millur fyrir Dyer, þó hann sé góður.

Svo gleður mig að segja frá því að Leeds fylgdi 6-0 sigri sínum á Jönköping með 6-0 sigri á Kungsbakka í dag. Smith og Keane gerðu 2 hvor og Kewell og Wilcox eitt hver. Staðan var 1-0 í hálfleik en O´Leary gerði níu skiptingar í leiknum. Allt í stakasta hjá Leeds eins og er.