Norðmaðurinn John Arne Riise er strax byrjaður að væla eftir fyrsta leik sinn með Liverpool, en hann var frekar ósáttur með að hafa verið látinn spila á kantinum gegn Valencia í gær þar sem hann kýs að spila stöðu bakvarðar.

“Ég veit ekki hvað Houllier er að hugsa? Ég vil spila bakvörð, þar er ég bestur. Ég byrjaði leikinn sem kantmaður en fékk svo tækifæri í bakverðinum eftir að gerðar voru breytingar á liðinu.

”Það sáu það allir að það er betra fyrir mig að hafa pláss til þess að fara upp völlinn, í stað þess að standa á kantinum og gefa boltann.

“Mér líður miklu betur í bakverðinum,” sagði Riise við hið norska Dagbladet.

Houllier segir þó að Carragher sé enn vinstri bakvörður númer 1 í Liverpool-liðinu og bætir við að Riise hafi verið keyptur þar sem hann geti orðið bæði góður bakvörður og kantmaður.

Annars mælum við með því að Riise slaki aðeins á, hann er bara búinn að spila einn fyrir félagið.