
Liverpool byrjuðu mótið með 1-0 sigri á Valencia og verður sá sigur að teljast afar ósanngjarn þar sem leikmenn Valencia yfirspiluðu Liverpool nær allan leikinn. Það var ein af goðsögnum Ajax frá gullaldartímabili félagsins, Jari Litmanen, sem skoraði sigurmarkið úr fyrsta alvöru færi Liverpool í leiknum á 86. mínútu, og var honum vel fagnað af fjölmörgum Hollendingum sem hafa greinilega ekki gleymt honum.
Næstu leikir eru á laugardaginn, en þá mætast AC Milan og Valencia, og Ajax mætir Liverpool.