Arsene Wenger segir í samtali við Evening Standard að hann sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal og það sem meira er þá býst hann við að gera það áður en tímabilið byrjar.

Wenger segist hafa verið svo upptekinn af samningamálum leikmanna liðsins að hann hafi ekki haft neinn tíma til þess að huga að sínum eigin málum.

Arsenal er mikið í mun að fá Wenger til þess að gera nýjan samning en hann er að byrja sitt síðasta ár samkvæmt núverandi samningi.

Svo er bara spurning hvort hann standi við stóru orðin en það hlýtur að vera freistandi fyrir hann að vita af því að næsta sumar er væntanlega laus stjórastaða hjá bæði Man. Utd. og Barcelona og það er ekkert launungarmál að bæði þessi félög myndi setja sig í samband við hann. djofull er það gott mál ef við Arsenal menn náum að halda í kalinn alger snilldar manager

GO ARSENAL!!!!!!!!!