óskalisti hjá Kenyon og co Peter Kenyon, hefur sagt að Man United hafi komið sér upp “óskalista” í sambandi við arftaka Ferguson. Þetta er bara eins og krakkarnir að senda Skyrgámi bréf fyrir jólin! Hann viðurkennir að það verði ekkert létt að fá leyfi hjá öðrum liðum til að taka frá þeim stjórann ( litlar líkur á að maður komi sem ekki er í starfi) en það viti allir hver staðan sé. Þeir þurfi sko ekkert að auglýsa, toppkallarnir geti bara komið og talað við sig! Spekúlasjónir eru um að Wenger sé þarna efstur og aðrir séu Ottmar Hitzfeld (sem hefur gefið út að hann fari ekki frá Þýskalandi), Martin O´Neill hjá Celtic, Fabio Capella hjá Roma og O´Leary (sem fær sko ekkert að fara eitt eða neitt að sögn Ridsdale, stjórnarformanns). United menn ætla að gera upp hug sinn eins fljótt og auðið er til að setja nýjan mann inn í öll mál eftir áramót.
Ég hins vegar spyr, og með fullri virðingu fyrir þessu liði. Hver vill taka að sér jobbið þegar vitað er að Ferguson verður með sína löngu putta í öllu?????

Og Ravanelli kom í dag til Englands til að skrifa undir tveggja ára samning við Derby.
Vona bara að hann hafi lufsast til þess svo ég verði ekki skammaður og þessi næstum endalausa saga taki enda. Held þeir hefðu frekar átt að halda í Þórð.