Ég las grein einhvers staðar á netinu í morgun þar sem haft er eftir Gerard Houllier að Liverpool geti ekki náð Man. Utd vegna hins fáránlega verðlags knattspyrnumanna í dag. Hann talar þar um að Man. Utd hafi keypt tvo leikmenn á 50 milljónir punda, en hann hafi hins vegar aðeins getað eytt 4,5 milljónum punda í John Arne Riise. Hann segist ekki skilja hvernig klúbbar eins og Man. Utd, og einnig nefnir hann Real Madrid og Ac Milan m.a., geti keypt leikmenn fyrir svona mikinn pening. Hann segist ekki skilja hvaðan peningarnir koma og hvernig liðin geta staðið undir þessu.
Þegar ég var að lesa þetta fór ég að velta fyrir mér hvort eitthvað lið hafi náð að styrkja sig nógu mikið til að eiga raunhæfa möguleika á að ógn Man. Utd. sem hefur unnið enska meistaratitilinn alltof auðveldlega undanfarin tvö ár.
Byrjum á Arsenal. Þeir byrjuðu á að kaupa Francis Jeffers á 10 milljónir punda. Jeffers skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik með Everton í fyrra þrátt fyrir að vera mikið meiddur og telja Arsenal menn sig þar vera að ná í leikmann sem þeir þarfnast mikið eða “fox in the box” eins einhver kallaði það. Arsenal hafa verið með sterka sóknarmenn en enga sem hægt er að kalla týpíska potara eins og Ian Wright var, vel staðsettur og fljótur að hugsa inní markteig. Giovanni van Bronckhorst kom svo frá Rangers í Skotlandi á 8,5 milljónir punda. Ég skal játa að ég þekki lítið til þessa leikmanns en hann segist sjálfur ætla að vera nýr Petit á Highbury. Ef hann stendur undir væntingum ætti hann að styrkja miðju Arsenal mikið en Wenger átti í miklum vandræðum með að finna góðan félaga fyrir Viera inná miðjunni á síðasta tímabili. Arsenal keypti svo hinn geysiefnilega markvörð Richard Wright frá Ipswich á 6 milljónir punda. Wright á eflaust eftir að þurfa að hafa fyrir því að ná stöðunni af David Seaman, en gaman verður að fylgjast með því hvenær Wright verður orðinn aðalmarkvörður Arsenal, en ég persónulega myndi setja hann strax í liðið! Svo voru það stærstu kaup Arsenal en þeir náðu sér í Sol Campell frá Tottenham frítt (fyrir utan mjög háan launakostnað). Þarna yngja Arsenal menn vörnina mikið upp en ekki veitir af því þar sem Tony Adams missir eflaust af hálfu tímabilinu vegna meiðsla og aldurs. En það mikilvægasta við að hafa náð í Campbell er að þeir halda Viera væntanlega hjá félaginu vegna þess!?!? Arsenal liðið hefur greinilega styrkt sig mikið og held ég að þeir hafi einna besta möguleikan á að stríða Man. Utd mikið á komandi tímabili!
Chelsea. Chelsea keyptu: Emmanuel Petit á 7.5milljónir punda, William Gallas á 6.2 milljónir punda og Frank Lampard á 11milljónir punda og seldu: Dennis Wise, Gustavo Poyet og Bernard Lambourde. Chelsea misstu mjög góða leikmenn í Wise og Poyet en fengu sterkan leikmann í Petit. Það er reyndar spurning hvort hann sé farinn að eldast og sé jafn sterkur og hann var hjá Arsenal? Ég held ekki. Lampard hefur alltaf verið ofmetinn að mínu mati og held ég að sé bara önnur Sutton kaup hjá Chelsea. Þessi Gallas þykir mjög efnilegur varnarmaður en það er ekki búist við að hann láti mikið að sér kveða í fyrstu. Mér finnst Chelsea liðið ekki hafa styrkt sig nægjanlega mikið og kemur það mér á óvart ef þeir lenda ofar en fimmta sætið í vetur!
Leeds. Það hefur nákvæmlega ekkert gerst hjá Leeds í sumar nema hvað hundleiðinlegt slúður í kringum Dyer, O´leary og Viduka hefur farið hamförum. Leeds liðið sýndi það eftir áramót að þegar nánast allir voru heilir geta þeir unnið hvaða lið sem er og verð ég að játa að ég sé mjög spenntur yfir möguleikum þeirra, enda gerði O´leary 5 mjög góð kaup á síðasta tímabili (Viduka, Dacourt, Matteo, Rio og Robbie Keane) en það að allir þessir leikmenn, + Batty og Kewell m.a. nái fullu undirbúningstímabili þetta árið með liðinu á eflaust eftir að styrkja liðið mikið.
Liverpool. Þeir keyptu Riise og losuðu sig við Ziege. Það held ég að séu góð viðskipti hjá þeim en Ziege hefur mér alltaf fundist leiðinlegur og ofmetinn leikmaður sem á eftir að passa vel inní Tottenham. Riise er mjög efnilegur og fjölhæfur leikmaður sem getur spilað í vinstir bakverði, vinstri kannti og á miðjunni, en alltaf kemur sér vel að hafa svoleiðis leikmenn. Annars er hópurinn hjá Liverpool mjög flottur og sterkur og tel ég þá eiga álíka góða möguleika og Leeds í vetur.
Önnur lið tel ég ekki eiga möguleika á að ógna veldi Man. Utd. en kaup þeirra á Juan Veron og Ruud van Nistelrooy eru gríðalega öflug og auka sóknarmögleika þessa frábæra sóknarliðs óhuggnalega.