Leeds spiluðu sinn fyrsta æfingaleik í sumar í gærkvöldi og sigruðu lítt þekkt sænskt lið, Jonkoping 6-0. Fyrst marikið var sjálfsmark, Viduka setti svo annað markið og Erik Bakke skoraði svo tvö mörk sitthvoru megin við hálfleikinn. Harry Kewell kom svo inná og bjó til tvö mörk, fyrst fyrir Bowyer og sína Alan Smith. Það jákvæðasta við leikinn var að menn sama hafa verið mikið meiddir og farið í uppskurði í vetur stóðu sig vel og virkuðu tilbúnir í slaginn. Þar nægir að nefna að Matteo fann ekkert fyrir því að spila í klukkutíma, Duberry mætti í slaginn á ný og spilaði í 30 mín. og McPhail var skarpur í þær 45 mín. sem hann spilaði. Mesta spennan er þó vegna hins 18 ára gamla vinstri bakvörðs Shane Cansdell-Sheriff sem þótti standa sig mjög vel í þær 30. mín. sem hann spilaði. Þessi strákur er ástæðan fyrir því að Leeds hefur ekki boðið í Michael Ball hjá Everton og getur því sparað Leeds mikinn pening.