Fær Davids sama dóm og De Boer? Það eru taldar góðar líkur á því að Edgar Davids fái að spila með Juventus í byrjun næstu leiktíðar samkvæmt niðurstöðu Uefa dómstólsins sem komst að því að það væru líkur á því að De Boer hafi fengið nandrolen í sig með fæðubótarefnum og létu hann í bann aðeins til 30 ágúst. Vitorio Chiusani sagði að Ítalski dómstóllinn hlyti að taka mark á Uefa dómstólnum og komast að svipaðri niðurstöðu í máli Davids.
Edgar Davids tók þátt í æfingaleik gegn Seria C liðinu Fenis í fyrsta leiknum hans síðan 11 maí þegar hann spilaði á móti Fiorentina, Davids má ekki taka þátt í neinum opinberum æfingaleikjum. Leikurinn var skipulagður af Marcelo Lippi sjálfum og sagði hann að það væri erfitt fyrir Edgar að æfi án þess að meiga spila leiki. Leikurinn fór 16-1 fyrir Juve og skoruðu þessir mörkin: Í fyrri hálfleik Trezegeut 3 og síðan Del Piero, Nedved og Zambrotta allir með eitt mark. Í seinni hálfleik skoruðu: Amoruso 4, Kovacevic 4 og Zenoni gerði 2.
Svona var liðsuppstillingin í sitthvorum hálfleiknum öllu liðinu var skipt útaf í hálfleik nema Davids:
Fyrri hálfleik: Rampulla; Birindelli, Ferrara, Iuliano, Pessotto; Zambrotta, Tacchinardi, Davids, Nedved; Trezeguet, Del Piero.
Seinni hálfleik: Carini; Tudor, Thuram,Montero, Paramatti; Zenoni, O'Neill, Davids; Pericard, Kovacevic, Amoruso.
Ég vona svo sannarlega að Davids komist sem fyrst aftur til starfa hjá Juve og þá rúlar Juve þessari deild upp og að viðbætum Salas/Jardel þá geispar maður bara þetta verður svo létt fyrir Juve.