Erum við sammála um það að það eru 5 lið í ítölsku úrvalsdeildinni sem eiga séns í Scudettoinn ?! Á pappírnum að minnsta kosti?!

Núverandi meistarar, AS ROMA. Lítið breytt lið frá því síðast, en hey - þeir unnu deildina nokkuð örugglega með þessum mannskap.

JUVENTUS. Misstu Zizou, en bættu við sig Buffon, Thuram og Nedved.
Ekki amalegt það!

AC MILAN. Frekar daufir og óstabílir á síðasta tímabili en hafa keypt hressilega inn, losað sig við minni spámenn og líta vel út.

INTER MILAN. Stórt spurningarmerki; ef Ronaldo mætir heill í slaginn er aldrei að vita hvaða töfra hann og Vieri hrista fram. Keyptu m.a. Francesco Toldo í markið og Conceicao frá Parma. Svo er Hector Cuper tekinn við þjálfun.

SS LAZIO. Misstu Veron & Nedved, en fengu Mendieta í staðinn ásamt Stefano Fiore frá Udinese. Sterkir…

Svo er spurningamerki með Parma. Vissulega spila þeir skemmtilegan bolta en urðu fyrir ægilegri blóðtöku yfir sumarið - hver toppleikmaðurinn á fætur öðrum seldur burt. Fengu þó Nakata frá Roma, Shabani Nonda frá Mónakó og S.Frey í markið frá Inter.

Eitt er víst - Serie A lítur betur út í upphafi leiktíðar en hún hefur lengi gert.