Stefán Sturlaðist og Villi ekki á leið frá Fram “Islendingen sparket ned flere dører på vei inn i garderoben etter cuptapet onsdag kveld” segir norska blaðið Aftenposten í frétt um brjálæðiskast Stefáns Gíslasonar eftir að hann fékk að sjá rautt á móti Lilleström. Stefán gjörsamlega missti stjórn á skapi sínu, eftir að honum við vikið af leikvelli. Stefán sparkaði í hurðir og barði í veggi, í búningsklefa leikvangs Lilleström. Stefán iðrast nú gjörða sinna, og hefur beðið alla þá aðila sem að málinu koma, afsökunar. Hann fær bæði alvarlega áminningu frá stjórn Strömsgodset og sekt.

Stefán, sem spilar með Strömsgodset hefur haft samband við fulltrúa Lilleström og beðist afsökunar. Honum verður sendur reikningur fyrir viðgerðinni á búningsklefanum bráðlega. “Både jeg og Stefan ringte Lillestrøm og beklaget hans oppførsel etter onsdagens cupkamp” sagði þjálfari Strömsgodset fyrir þá sem skilja norsku! Þess má geta að brotið sem kostaði Stefán rautt kom á 87.mínútu.



Samkvæmt KSI.is í gær þá var Vilhjálmur H.Vilhjálmsson kominn úr Fram yfir í Þrótt og var hægt að sjá það líka á Fram.is, en þar birtist þessi fréttatilkynning í morgun:
Samkvæmt félagaskiptasamningi sem Fram og Þróttur gerðu sín á milli, um félagaskipti Villa þegar hann gekk úr Þrótti yfir í Fram síðastliðið haust, var ákvæði um að sjálfvirk félagaskipti yfir í Þrótt yrðu fyrir síðasta leyfilega félagskiptadagsetningu. Því miður fórst það fyrir hjá okkur Frömurum að ganga frá málum við Þróttara áður en þessi félagaskipti voru framkvæmd nú í dag. Búið er að ganga frá félagaskiptum tilbaka í Fram þegar þessi orð eru sett niður, þannig misskilningurinn hefur verið leiðréttur og að sjálfsögðu er Villi beðinn afsökunar á því hvernig þessi mál fóru.

Þetta mál er allt hið vandræðalegasta fyrir Framara en það sem skiptir mestu máli er þó að Villi verður áfram í Safamýrinni.

Einnig voru uppi sögusagnir um það að Andri Fannar Ottóson væri á leið til ÍA. Stjórn Fram hefur ekki borist erindi frá neinu innlendu knattspyrnufélagi um það hvort ákveðnir leikmenn séu falir. Flest allir leikmenn Fram eru á langtímasamningum sem voru flestir endurnýjaðir síðastliðið haust. Þær sögusagnir sem eru í gangi eru því hreinn uppspuni frá upphafi til enda.