Nýjasti leikmaður Tottenham, Christian Ziege, segist vera dauðfeginn að vera laus frá Liverpool.

Hann segir að hann hafi gert sér grein fyrir því að hans tími hjá Liverpool hafi verið liðinn þegar hann var ekki einu sinni valinn í 18 manna hóp Liverpool fyrir úrslitaleikinn í UEFA-keppninni gegn Alaves. Hann segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að fara niður á völl að fagna eftir leikinn en eins og flestir muna kannski þá var hann ekkert sérstaklega brosmildur á vellinum.

“Erfiðasti leikurinn fyrir mig var án vafa úrslitin í UEFA-keppninni. Þar var Þjóðverjinn kominn aftur heim til Þýskalands og ekki einu sinni í hópnum.

”Það er erfitt að geta ekki spilað í öllum úrslitaleikjum en þetta var það erfiðasta. Ég þurfti að fara niður á völl að fagna eftir leik og það var hræðilegt. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég þurfti að fara.

“Mér var tjáð að ég ætti ekki möguleika hjá Liverpool og ég er feginn að vera laus þaðan. Ég talaði við aðra þjálfara hjá Liverpool og lagði hart að mér en komst samt ekki á bekkinn í leiknum.

”Ég hef spilað fyrir Bayern Munchen og AC Milan en var skilinn eftir í stúkunni, en maður heldur samt áfram þangað til maður fær tækifæri. En erf maður fær ekki tækifæri þá er betra að leita á önnur mið," sagði Ziege sársvekktur.

Greyið kallinn.