Hér ætla ég aðeins að skrifa upp lið West Ham og segja í
stuttu máli frá leikmönnunum.



Markmenn:
Roy Carrol(nr.1)er 28 ára markvörður sem kom frá Man.Utd
í júní síðastliðið sumar.Hann er fæddur í Enniskillen á
Norður-Írlandi.

Varnarmenn:
Tomas Repka(nr.2):Hann er 31 eins
árs sterkur varnarmaður sem kom frá Fiorentina.Hann er fæddur í Savakin
Zin á Tékklandi.

Anton Ferdinand(nr.5):Framtíðar varnarmaður sem
er aðeins 20 ára yngri bróðir Rios Ferdinands.Hann ólst upp í Peckham á
Englandi sem er rétt hjá bænum West Ham.

Daniel Gabbidon(nr.4):26
ára velskur landsliðsmaður sem kom frá Cardiff City í sumar.Hann ólst
upp í Cwmbran á Wales.

Paul Konchesky(nr3):Frábær varnarmaður sem
kom frá Charlton sumar.Hann er 24 ára og ólst upp í Barking á
Englandi.

Miðjumenn:
Shaun Newton(nr.26):30 ára miðjumaður sem
kom frá Wolves í mars á þessu ári.Hann ólst upp í
Camberwell,Englandi.

Matthew Etherington(nr.11):24 ára miðjumaður sem kom frá Tottenham fyrir tveimur árum.Ólst upp Truro í Englandi.

Yossi Benayoun(nr.15):25 ára miðjumaður sem er gríðarlega skemmtilegur leikmaður.Hann kom frá Racing Santander í júlí síðastliðinn.hann ólst upp í Dimona á Ísrael.

Carl Fletcher(nr.6)25 ára miðjumaður sem kom frá Bournemouth í mái síðastliðinn.hann ólst upp í Surrey Heath á Englandi.

Sóknarmenn:
Teddy Sheringham(nr.8):frábær 39 ára sóknarmaður sem kom frá Portsmouth fyrir tveimur árum.Ólst upp í Highams Park á Englandi.

Marlon Harewood(nr.10):26 ára sóknarmaður sem kom frá Ipswich í November 2003.Hann ólst upp í Hampstead á Englandi.

Þjálfarinn:
Alan Perdew:44 ára þjálfari West Ham sem kom frá Reading.


Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru ekki margir West Ham aðdáendur á Íslandi. En þetta er nú einu sinni áhugamál um knattspyrnu almennt,þannig að það er allt í lagi að það komi fleiri greinar um lið sem maður veit sáralítið um.En allaveganna þetta lið West Ham spilar skemmtilegann fótbolta og að ef þið hafið enska boltann prófiði að horfa á einn leik með þeim.
Fisksalinn Ottó