Sælir hugar !

Í dag hefst Amsterdam-mótið svokallaða í fótbolta. Um er að ræða friendly undirbúningsleiki hjá fjórum toppliðum, AC Milan, Ajax Amsterdam, FC Liverpool og Valencia, og ætla öðlingarnir á Sýn að vera svo elskulegir að sýna okkur beint frá þessum viðburði. Tveir leikir eru sýndir beint í dag á Sýn: Ajax-Milan og Valencia-Liverpool. Tímasetningar má finna í dagskrá Morgunblaðsins o.s.frv.

Ein mesta spennan í þessu er auðvitað að sjá hið nýja AC Milan lið undir stjórn Fatih Terim. Það verður gaman að fylgjast með hvernig hinar nýju stórstjörnur liðsins standa sig í þessum leikjum.

Hitt kemur aftur á óvart hvað Sýnarmenn hafa verið óduglegir að auglýsa þetta mót. Það er eiginlega óskiljanlegt! Fólk kaupir sér áskrift fyrir minni sakir, og ég veit ekki hvaða pappakassar eru eiginlega í markaðsstörfunum hjá þeim - no offense. Það eru örugglega margir sem heyra fyrst af þessu móti við lestur þessarar greinar, ekki satt ?!?

Takk aftur Sýn - þetta er vel gert hjá ykkur að sýna frá þessu. En það sakar ekki að láta mann vita !!!