fyrir okkur Leedsara Leedsarar eru nú farnir í ferðalag um nokkur lönd. Man þau ekki öll en það eru m.a. Holland og Svíþjóð þar sem þeir spila fyrsta leikinn 26. júli, gegn Jönköping södra. Svo Kungsbakka og einn alvöru, gegn GAIS. Það eru 21 leikmaður með í för en Michael Bridges er enn meiddur (verður kominn á fullt eftir 1,5 – 2 mán), Paul Robinson er ekki alveg orðinn góður eftir smá aðgerð á hendi og Woodgate er eitthvað slæmur í hnéi, held samt að hann sé bara ekki kominn í form. Besti vinur hans, Duberry er kominn aftur í hópinn. Allir af þessum 21. eru menn sem hafa verið með í deildinni, Radebe kominn aftur og Milosevic er varamarkmaður. Þó kemur á óvart, að ungur varnarmaður, Shane Cansdell – Sheriff, sem stóð sig afar vel með varaliðinu á síðustu leiktíð, og er að heilla O´Leary og Radebe upp úr takkaskónum, fer með í ferðina. Þetta er gott mál enda fullt af efnivið hjá liðinu. Og svona fyrir þá sem voru eitthvað ósáttir við Howard Wilkinson, vil ég benda á að það var hann sem stóð fyrir þessu unglingastarfi sem er heldur betur að skila sér. Það var líka gott að fá Brian Kidd, hann er snilli með unglingana.

Svo eru algjörlega óstaðfestar fréttir um að Leedsarar séu á eftir 23 ára miðvallarmannni hjá PAOK í Grikklandi, honum Pantelis Kafes. Þetta er haft eftir grískum fréttum en ekkert hefur heyrst frá Ridsdale og co. Enda gefur hann ekkert upp, kallkvölin, annað en að þeir kaupi minnst einn, væntanlega tvo menn í sumar. Segir svo ekki baun í viðbót svo maður hefur ekki klú. Þessi drengur er víst slatta góður og setti 4 mörk í 27 leikjum á síðasta tímabili. Hinsvegar á hann í viðræðum við liðið um áframhald á samningi og svona fréttir um að önnur lið hafi áhuga fara oft af stað þegar þannig háttar, til að gera betri díl við liðið sitt. Hann má koma ef hann drullugóður, vera áfram heima hjá sér ef ekki.