Burley enn á útkíkkinu Nígeríski miðherjinn gamalkunni, Finidi George, er hugsanlega á leið til Ipswich. George Burley og co eiga nú í viðræðum við lið hans, Mallorka. Þessi 30 ára miðvallarleikmaður er lotinn af reynslu, hefur orðið Afríkumeistari með landsliði sínu og vann evrópubikarinn með Ajax, ´95. Hann hefur spilað um 50 landsleiki og hefur sennilega alveg áhuga á að fara til Englands, enda ekki gengið nógu vel hjá honum síðastliðið ár á Spáni. Frá Ajax fór hann til Real Betis en sl sumar keypti Mallorka hann á 2,75 millur í pundum talið og búist er við að Ipswich muni borga eitthvað um það bil sama fyrir hann.

Úlfarnir hafa komist að samkomulagi við Stan Collymore um kaup og kjör og fer hann þangað, svo framarlega sem þeim tekst að díla við Real Oviedo, sem vilja fá eitthvað fyrir sinn snúðastrák. Það leit nú út fyrir að hann myndi bara hætta en ef hann spilar með öðru liði vilja Spánverjarnir allavega 350 þús pund.