Real Madrid hefur ekki spilað vel í marga mánuði og þjálfarinn Luxemburgo er mjög nálægt því að missa starfið! Þessa helgi mættu Real Madrid, Real Sociedad á útivelli og maður sá hvernig Luxemburgo var nánast farinn að gráta þegar staðan var 2-0 til Sociedad. Real Madrid voru heppnir og skoruðu tvö mörk í endanum á leiknum og lokastaðan varð 2-2!
Ég held samt að Luxemburgo eigi eftir að verða rekinn því að Real Madrid á örugglega eftir að tapa einhverjum leik í La liga mjög bráðum.
Ég hef heyrt að Marko Van Basten hafi einhvern áhuga á að taka yfir sem þjálfari. En skiptir ekki máli hver tekur við, en það sem mér finnst að eigi að gera er soldið mikið og ég ætla þess vegna að búa til lista með nokkrum leikmönnum Real Madrid:

Zidane - Hann er orðinn gamall og soldið þreyttur í löppunum. Þrátt fyrir eitt mark á móti Sociedad þá fannst mér hann vera mjög lélegur. Þegar Real Madrid reyndi að búa til góðar sóknir þá stoppaði það alltaf á Zidane. Ég mundi taka hann út!
Beckham - Hann var góður en er ekki góður. Það eina sem að hann getur gert er að senda! Hann ætti nú bara að fara aftur til Englands finnst mér!
Roberto Carlos - Hann er aðeins að detta í sundur en útaf því að han er ennþá mjög góður varnamaður þá mundi ég láta hann spila áfram en ég mundi reyna að láta hann halda sinni stöðu í vörninni en ekki láta hann hlaupa svona mikið upp!
Julio Babtista - Örugglega einn besti leikmaður Real Madrid núna og þess vegna fatta ég ekki afhverju hann er á varamannabekknum í hverjum einasta leik. Robinho er ungur og ekki alveg jafn góður og Babtista og þess vegna finnst mér að Robinho ætti að setjast niður á varamannabekkinn í staðinn fyrir Babtista.
Ronaldo - Alveg eins og með Beckham, hann var góður en er orðinn eitthvað slappur. Burt!

Mér finnst semsagt að hið fullkomna Real Madrid lið sem gæti bjargað liðinu í framtíðinni er svona:

Markvörðu:
-Casillas (einn sá besti í heimi og er í rauninni einn af fáum sem að er að gera eitthvað ágætt í Real Madrid)

Varnarmenn:
-Roberto Carlos
-Ramós (ungur og alveg ótrúlega góður. Ég man að ég fylgdist með honum þegar hann var í Sevilla og mér finnst hann vera alveg ótrúlega góður miðað við aldur)
-Helguera (Enginn súper-leikmaður en hann gerir það mesta rétt)
-García (hann er ekki heldur eitthvað voðalega góður en samt ágætur)
-Nýr varnarmaður (Mér finnst enginn sem að er á varamannabekk Real Madrid nógu góður til þess að Real Madrid eigi að bjargast)

Miðjumenn:
-Guthi (Alveg ágætur)
-Hvað varð um Gravesen?
-Nýr leikmaður

Sóknarmenn:
-Babtista
-Nýr leikmaður (Raúl er ágætur en núna er hann meiddur og hann á líklegast ekki eftir að vera í formi eftir 2 mánuði)

Já þið megið gagnrýna þetta en mér finnst þetta bara!