Þrátt fyrir að vera komnir með svakalegan mannskap í hús vilja forráðamenn AC Milan bæta amk. 2 leikmönnum við hópinn.
Þeir eru Samuele Dalla Bona, leikmaður Chelsea og fyrirliði U-21 landsliðs Ítalíu, og hins vegar varnarjaxlinn Tomasz Repka hjá Fiorentina, en Fatih Terim hefur miklar mætur á honum síðan þeir tilheyrðu báðir fjólubláa Flórensbatteríinu.
Ætli þetta fari svo ekki að verða gott hjá hinum rauðsvörtu? Ég get allavega ekki beðið eftir að næsta tímabil hefjist í Serie A !