Vestmannaeyingar og Skagamenn hafa tryggt sér sæti í úrslitum bikarkeppni KSÍ, sem fram fer á Laugardalsvelli þann 24. sept. nk.. Bæði liðin þurftu á töluverðri heppni að halda, sem þeir fengu, en Eyjamenn lögðu Fylki, 2:1, eftir að Fylkir hafði verið 1:0 yfir þegar 2 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Skagamenn unnu FH eftir vítaspyrnukeppni, en Skagamenn jöfnuðu á 94. mínútu venjulegs leiktíma. Í framlengingunni fengu FH-ingar svo vítaspyrnu sem markvörður Skagamanna varði vel. Í vítaspyrnukeppninni varði hann aftur frá FH-ingum, en hann var alltaf hálægt því að verja boltann, fram að 4. víti FH-inga, þar sem hann varði.