Fréttir dagsins (Veisla hjá Víkingum o.fl.) Það verður veisla í Víkinni í kvöld þegar Víkingar og Þróttarar mætast í hundraðasta skipti í deildarleik í knattspyrnu! Víkingar ætla að vígja nýjan völl í Víkinni í kvöld og verður stúka tekin í notkun eftir mánuð. Dagskráin hefst klukkan 19 þegar grillaðar verða pylsur ofaní gesti. Einnig verða leiktæki. Þá hefur hin ágæta vefsíða Víkingur.net tekið upp nýtt útlit. Kíkið endilega á það.

Í hádeginu í dag skrifaði Gunnar Sigurðsson fyrrverandi markvörður Eyjamanna undir samning við Fram. Gunnar mun án efa veita nafna sínum Gunnari Sveini harða samkeppni um sæti í liðinu.

Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlin tryggðu sér sæti í úrslitum þýska deildarbikarsins í gærkvöldi er þeir lögðu Evrópumeistara Bayern Munchen að velli í undanúrslitum, 1-0. Michael Preetz skoraði eina mark leiksins. Hertha mætir Schalke í úrslitaleiknum.

Bjarni Guðjónsson tryggði Stoke City 1-0 sigur á Macclesfield í æfingaleik milli félaganna í gær. Bjarni er sem kunnugt er á sölulista hjá félaginu en eitthvað virðist standa á tilboðunum.
Stoke er á leið til Austurríkis í æfingaferð þar sem þeir munu spila fjölda æfingaleikja.

Stórleikur verður í Símadeildinni í kvöld á Grindavíkurvelli klukkan átta þegar Fylkismenn kljást við heimamenn. Leikurinn tilheyrir sjöttu umferð mótsins en var frestað á sínum tíma vegna þáttöku Grindavíkur í InterToto keppninni.

Ég fann þetta á gras.is og fram.is