Samkvæmt fregnum frá Englandi í dag þá er Trevor Sinclair á leið til Newcastle frá West Ham fyrir 6 milljónir punda.

Hann er víst búinn að ná samningum við Newcastle og nú er beðið eftir því að West Ham og Newcastle nái samkomulagi sín í milli.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Bobby Robson sem hefur gengið illa á leikmannamarkaðnum í sumar og hefur mistekist að landa mönnum á borð við Boudewijn Zenden og Laurent Robert.