Roy Keane er, eins og væntanlega flestir hérna vita, farinn frá Manchester United. Hann hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá aðdáendum liðsins fyrir óstöðvandi baráttuvilja og leiðtogahæfileika. Hann kom árið 1993 frá Nottingham Forest á 3.7 milljónir punda. Hann tók við fyrirliðabandinu af Cantona leiktíðina 97/98 og hefur hann sinnt þeim titli frábærlega og sagði Sir Alex að Keane væri besti leikmaður sem hann hefði nokkurn tímann unnið með.


Sir Alex þjálfara Manchester United og Keane lenti saman í æfingaferð liðsins í Portúgal fyrr á þessu ári og hellti hann sér svo yfir liðsfélaga sína eftir 1-4 tap á móti Middlesborough fyrir nokkrum vikum í viðtali á MUTV, en hann var meiddur eftir leik Liverpool og United 18. september og var það síðasti leikur Keane fyrir United. Það viðtal var aldrei birt en Ferguson varð víst æfur út í fyrirliðann og skammaði hann opinberlega fyrir leikinn gegn Chelsea fyrr í þessum mánuði. Keane setti reyndar spurningarmerki við framtíð sína á Old Trafford þegar hann sagði í viðtali við MUTV að núgildandi samningur hans væri sá síðasti en hann hafði gert munnlegan samning við Sir Alex og David Gill framkvæmdarstjóra United um að ræða framtíð hans hjá félaginu. Roy Keane mætti síðan til leiks hjá varaliðinu í gærkvöld(fimmtudagskvöldið 17. september) en var honum sagt að hans væri ekki þörf. Hann fór til Ferguson að leita skýringar og eftir heiftarlegt rifrildi var Keane sviptur fyrirliðabandinu. Keane rauk þá út og yfirgaf United.

Umræður hafa verið í gangi um framtíð Roy Keane. Hann hefur verið orðaður við bæði Celtic og Portsmouth sem bæði hafa áhuga á leikmanninum. Síðan hefur hann líka verið orðaður við þjálfarastarfið hjá írska landsliðinu. Keane, sem er írskur, yfirgaf liðið á HM 2002 eftir rifrildi við Mick McCarthy og sagðist hann aldrei muna spila fyrir landsliðið aftur undir hans stjórn. Hann stóðst það. Hann hóf að spila aftur þegar Brian Kerr tók við liðinu 2003. Keane hætti síðan aftur að spila með landsliðinu eftir að þeir komust ekki á HM 2006. Kerr var rekinn fyrir vikið og er þjálfarastaðan en laus.

Keane hefur svo sannarlega skipað sér sess hjá aðdáendum Manchester United. Leitt að Keane hafi þurft að yfirgefa liðið svona eftir 12 og hálft ár í herbúðum United liðsins. Hans mun svo sannarlega verða minnst og er hann nú þegar orðinn goðsögn á Old Trafford.

Í endann, nokkrar tilvísanir um Keane:

“Hann er frábær leiðtogi og geti yngri leikmenn eins og ég og Gerrard lært mikið af honum. Hann er frábær leikmaður og er búinn að vera fyrirmynd fyrir okkur.” Patrick Vieira

“Þegar Roy Keane er ekki hérna, vantar okkur fæddan leiðtoga. Það erfitt að vera án hans, og þegar fyrirliðastaðan fellur til einhvers annars - Hvort sem það er ég sjálfur, Alan Smith eða Paul Scholes - vitum við að það kemur enginn í stað Roy. Við getum bara vonað að við getum verið eins áhrifaríkir og við getum. Mér myndi líka það ef hann myndi ekki fara.” Darren Fletcher

“Já, hann er grófur. Já, hann á erfitt með að stjórna skapi sínu. Já, ef boltinn er á milli þín og hans á miðjunni lætur hann þig hoppa. En bakvið það, er hann frábær knattspyrnumaður, hann skorar hefur áhrif á liðið sitt og áhorfendurnar.” Thierry Henry

“Ég held að Írland án Roy Keane sé eins og sinfóníuhljómsveit án stjórnanda. Þeir gætu átt góða tónlistarmenn en það er ekki öruggt að þeir spili góða tónlist.” Gennaro Gattuso


Farvel Keane, farvel..


“Fail to prepare, prepare to fail.”
..and that's the bloody truth, sir.