Mendieta fer til Lazio Sergio Cragnotti, forseti Lazio, staðfesti í dag að hann væri búinn að festa kaup á Spánverjanum Gaizka Mendieta frá Valencia fyrir 28 milljónir punda, sem er sama upphæð og hann fékk fyrir Veron, og hann samþykkti jafnframt klausuna sem bannar Lazio að selja hann nokkurn tímann til Real Madrid.

“Við höfum náð samkomulagi við Valencia um kaupin á Mendieta. Hann er keyptur til þess að styrkja lið Lazio og það hefur ekkert með þrýsting frá stuðningsmönnunum að gera.

”Leikmaðurinn sýndi áhuga á því að koma hingað og það á eingöngu eftir að ganga frá nokkrum hnútum varðandi peninga," sagði Cragnotti í dag.

Mendieta mun gera 4. ára samning sem mun færa honum 2.5 milljónir pund í aðra hönd á ári.

Cragnotti var orðinn örvæntngarfullur í leit sinni að eftirmanni fyrir Veron og Pavel Nedved sem báðir hafa horfið á brott frá Lazio undanfarið.