FIFA listinn og úrslitin í bikar kvenna Ísland stendur í stað í 52. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefin var út í dag. Ísland var í 50. sæti í desember. Meistarar Frakka sitja sem fyrr í efsta sæti listans, og Brasilíumenn eru enn í öðru sæti, þrátt fyrir afar slakann árangur að undanförnu í Copa America.

TOPP 20
1 Frakkland
2 Brasilía
3 Argentína
4 Ítalía
5 Þýskaland
6 Spánn
7 Portúgal
8 Paraguay
9 Tékkland
10 Holland
11 Rúmenia
12 Júgoslavia
13 Mexico
14 Kolombia
14 England
16 USA
17 Danmörk
18 Króatía
19 Svíþjóð
20 Rússland



BIKAR KVENNA
Leikið var í átta liða úrslitum í bikarkeppni kvenna í gær. Stjörnustúlkur töpuðu 1-2 fyrir KR. Olga Færseth kom KR yfir og Hólmfríður Magnúsdóttir bætti við marki. Steinunn H. Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, minnkaði muninn úr víti. Það kom nokkuð á óvart hvað Breiðablik hafði mikla yfirburði gegn ÍBV og sigraði 6-0. FH skoraði sjö mörk gegn Þrótti sem náði ekki ekki að skora. Valur burstaði þá Hauka 8-0. Breiðablik, KR, FH og Valur verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara fram 24.ágúst.