Fréttir frá Ítalíu herma að samningar hafi náðst milli Valencia og Lazio um sölu á miðjumanninum frábæra, Gaizka Mendieta. Kaupverðið er $40 milljónir (sorrý fyrir dollarasummuna - þetta eru ca. 27 milljónir punda) og mun undirskrift hafa átt sér stað í Róm í gær (17/7 2001).
Það eina sem vantar er að Mendieta sjálfur segi OK og í ljósi ummæla hans frá því síðustu helgi, á þá leið að hann vildi burt frá Stadio Mestalla, ætti samþykki hans að ligja fljótlega fyrir.
Þar með hefur Sergio Cragnotti heldur betur bætt í gatið sem myndaðist þegar Nedved var seldur til Juve - Gaizka er ekki síðri leikmaður en Pavel og meiri leiðtogi ef eitthvað er. Hugsið líka um það að Cragnotti krækir í Mendieta ÁN þess að fórna til þess Allessandro Nesta, eins og rætt hafði verið um.
Nú geta hinir heimsku aðdáendur Lazio farið og lagað húsið hans Cragnotti sem þeir grýttu um daginn og þakkað honum fyrir snilldarkaup.