Nú er maður byrjaður að telja niður daganna að fyrstu spyrnu ensku deildarinnar og er ekki úr vegi að spá aðeins í stöðuna:

Manchester hafa ráðið lögum lofum undan farin ár og virðist stefna í að lítil breyitng verði á því. Nistelroy og Veron styrkja liðið mikið sem að var firnasterkt fyrir. Eina sem að vantar væri kannski varnarmaður á heimsmælikvarða og almennilegur varamarkmaður fyrir Barthez. United hefur haldið öllum stjörnum sínum og á það eftir að verða þýðingarmikið á komandi tímabili. Það verður asskoti erfitt að vinna þá á þessu tímabili. ERFITT ekki ógerlegt.

Liverpool hefur lítið sem ekkert gert í sínum málum á leikmannamarkaðnum fyrir utan að splæsa fjórum millum í Riise. Það er gott út af fyrir sig að halda sama hóp og þar með stöðugleika þó að ekki skemmdi fyrir að kaupa einn til tvo leikmenn eins og Owen kallinn hefur sagt. Þeir verða loksins í barrátunni í deildinni í ár.

Chelsea hafa verið duglegir eins undafarin ár að versla. Petit og Lampard eru firnasterkir leikmenn sem að verður gaman að sjá saman í vetur. Það hlýtur að enda með því að þetta lið smelli saman og það væri gaman ef það myndi gerast í vetur!

Arsene Wenger hefur loksins ákveðið að loka buddunni (og þó!) eftir mikil kaup í sumar. Jeffers,Bronkhorst,Campell og Whrigt eiga eftir að styrkja liði mikið. Jeffers verður spurningarmerki í byrjun, gefum Wenger tíma til að móta hann. Bronkhorst er hins vegar hinn fullkomni maður hliðina á Viera á miðjunni (ef að Viera verður kyrr!) og Campell á eftir að verða góður með Adams í vörninni svo lengi sem að Spurs-arar láti hann í friði. Whrigt er verðugur arftaki Seamans. Varðandi Viera málið þá virðist það stefna í að hann verði áfram hjá okkkur, alla vega mætti hann á æfingu í gær :).
Nú þarf Wenger að fara að selja til að rétta fjárhaginn við. Það eina sem sárvantar núna er hægri bakvörður, Dixon ætti þó að geta enst eitt ár enn!

Leedsara eiga líka eftir að koma sterkir inn eftir gott meistaradeilar tímabil í fyrra.

“Hin liðin” eiga líka öruglega eftir að stríða stóru liðunum. Ipswich,Sunderland, Newcastle,Aston Villa og fleiri eiga eftir að vera í topp tíu og um miðja deild.

Nýliðarnir í deildinni, Bolton, Fulham og Blackburn eiga eftir að vera í basli en ég hlakka til að sjá hvernig Fulham stendur sig. Mín spá er sú að Bolton eigi eftir að koma mest á óvart í ár!

Spá:
1-2. Arsenal
1-2. Manchester
3. Liverpool
4. Leeds
5. Chelsea
6. Aston Villa
7. Sunderland
8. Ipswich
9. Charlton
10. Newcastle
11. Bolton
12. Leicester
13. Everton
14. Tottenham
15. Middlesborough (stafsetning?)
16. Southampton
17. Fulham
18. Derby
19. West Ham
20. Blackburn

Svona hljómar þetta, get ekki gert upp á milli United og Arsenal.

Hvað finnst ykkur? Endilega komið með comment og leiðréttið mig ef að ég fer með rangt mál!

Virðingarfyllst,
Pires
Anyway the wind blows…