Í dag er Arsenal með leikmenn frá yfir 30 löndum, og hafa aðdáendaklúbbar sprottið upp í fjórum heimsálfum. Einn af athyglisverðustu klúbbunum er sá íslenski, sem hefur djúpar rætur í klúbbinn í Englandi.

Ólafur Ingi Skúlason, sem kom til Arsenal árið 2001 og hefur verið þau ár í varaliðinu (spilaði þó einn leik með aðalliðinu í sigurleik gegn Wolves í Carling Cup), er einn af mörgum Íslendingum sem spila hafa fyrir Arsenal í gegnum árin. Bræðurnir Valur- og Stefán Gíslasynir komu á miðjum 10. áratugnum – fyrstu bræðurnir sem spiluðu fyrir Arsenal síðan Clapton bræðurnir, Daniel og Denis, voru í herbúðum félagsins á 7. áratugnum. Fyrir bræðurna íslensku var Sigurður Jónsson, sem eyddi þremur árum hjá Arsenal á 9.- og 10. áratugnum.
Að land sem er með 285.000 manns geti framleitt svona marga góða fótboltamenn er sérstakt.
Það spila uþb. 10 íslenskir atvinnumenn í Englandi, að ekki sé minnst á stjórnina í Stoke City, sem er íslensk.

Sigurður Jónsson, sem er þjálfari hér á klakanum í dag, hefur komið sér saman við Guðna Bergsson og Arnór Guðjohnsen um að mynda íslensku fótbolta akademíuna þar sem ungir knattpyrnumenn eru þjálfaðir af mönnum sem hafa gífurlega reynslu að baki sem knattspyrnumenn.

Tengsl klúbbsins úti við okkar er aðallega vegna Kjartans Björnsonar, en hann og Hilmar Hólmgeirsson mynduðu klúbbinn árið 1982, eins og flestir vita. Í dag er nálægt því að vera eitt prósent af íslensku þjóðinni í hinum íslenska Arsenal klúbb.
“Við vorum tveir ungir stuðningsmenn frá Selfossi” segir Kjartan, “við spiluðum saman í hljómsveitinni Lotus, og við deildum ást okkar á Arsenal. Ég hafði stutt þá frá Íslandsferðinni 1969. Ég man eftir því að margir sögðu að þetta væri brjáluð hugmynd þegar við stofnuðum klúbbinn.”

Í dag hafa amk. 10 félög stuðningsmannaklúbba á Íslandi, en Arsenal-klúbburinn er sá stærsti.
Vinsældir Arsenal á Íslandi eru að stærstum hluta vegna leiksins sem Arsenal spilaði við ‘Reykjavík Select XI’, sem Arsenal vann 3-1 (Robertson, Gould, Radford.)
Í gegnum árin hefur klúbburinn skipulagt 27 ferðir til London til að sjá Arsenal spila, en draumurinn er, að sögn Kartans, “að fá leikmann eða liðið til Íslands í framtíðinni.”

Maður sem hefur heimsótt Ísland mikið á síðustu árum er vallarstjórinn á Highbury, Paul Burgess. Hann hefur verið með gott samband við Jóhann Kristinsson og son hans, Kristinn Jóhansson, vallarstjóra Laugardalsvallar. Kristinn fór út til London einn veturinn til að fylgjast með og læra af Paul í þrjá mánuði.

Samstarfið hætti ekki þar. Á tveggja ára fresti hefur hópur af íslenskum vallarstjórum komið til Englands til að sækja alþjóðaráðstefnu, og á síðasta ári var farin skoðunarferð um Highbury og séð hvernig Paul hefur staðið sig í stykkinu.
aul hefur komið til Íslands fimm sinnum, bæði í vinnu og skemmtun. Á þar-síðasta ári, þegar íslenski vallarstjórinn fótbrotnaði, var boðið honum til Íslands til að sjá um völlinn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum í undankeppni EM. Síðasta sumar kom hann til Reykjavíkur með sérstakan grip - FA-bikarinn, sem Arsenal vann á tímabilinu 2002-2003.
Hann kemur fljótlega aftur til að kanna innanhússvelli á Íslandi sem eru í byggingu. Paul vonast til að ná sér í reynslu í innanhúsvöllum, því Arsenal ætla sér í náinni framtíð að byggja svoleiðis völl í London Colney [æfingarsvæði Arsenal].

Magnaðasta sagan af tengslum Arsenal við Ísland er sú að það er hægt að fara rúm 60 ár aftur í tímann til að sjá að þar hófust tengslin þegar Albert Guðmundsson varð fyrsti íslenski leikmaðurinn til að spila í Arsenal-treyju og einnig fyrsti atvinnumaðurinn frá Íslandi, og í raun annar útlenskur leikmaður félagsins, en sá fyrsti var Hollenskur markmaður að nafni Gerry Keiser sem spilaði tímabilið 1930/1931.

Með fótboltanum var hann verkfræðingur, kaupsýslumaður, sendiherra, ráðherra og ríkiserindreki.
Hinn 22. ára gamli Albert vakti athygli þáverandi framkvæmdastjóra Arsenal, Tom Whittaker, á meðan hann spilaði fyrir Glasgow Rangers þegar Seinni-heimstyrjöldin stóð yfir. Hann spilaði fyrir Rangers þar sem hann var í verkfræðinámi í Skotlandi.
Hann kom til Highbury sumarið 1946. Whittaker vildi fá hann á atvinnusamning en hann vantaði atvinnuleyfi þar sem hann hafði ekki verið ríkisborgari á Bretlandi í tvö ár.
Hann spilaði nokkra leiki fyrir Arsenal, en entist ekki lengi þar sem AC Milan höfðu burði til að bjóða honum atvinnusamning.

Seinna meir flutti hann til Frakklands þar sem hann spilaði fyrir ‘Racing club de Paris’, ‘Nancy’ og ‘Nice’.
Albert varð í raun fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir bæði lið í árlegum leik Arsenal og Racing. Þessir árlegu leikir byrjuðu árið 1930 þegar liðin voru að safna pening fyrir hermenn úr Fyrri-heimstyrjöldina. Albert spilaði leikinn árið 1946 fyrir Arsenal og árin 1949 og 1951 fyrir Parísarbúana.

Eftir Frakklandsdvölina kom hann aftur í heimsókn til Arsenal sem gestaleikmaður þegar liðið spilaði í Brasilíu árið 1951. Hann spilaði alla sex leikina fyrir liðið gegn Brössunum - Fluminese, Botafogo, America (þar sem hann skoraði eina mark Arsenal í 2-1 tapi), Sao Paulo, Palmeiras og Vasco da Gama.
Alf Fields, sem var leikmaður hjá Arsenal þegar Albert spilaði, man eftir honum sem “virkilega góðum leikmanni, viðmótsþýðum og fáguðum persónuleika.”
Albert kom til Íslands og einbeitti sér að viðskiptahliðinni í nokkur ár áður en hann varð formaður KSÍ á 7. áratugnum. Það opnaði dyrnar að pólitíkinni hjá honum þar sem hann varð vel heppnaður ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Á 9. áratugnum bauð hann sig svo fram til forsetaembættis.

Kjartan segir þetta um Albert: “Staðreyndin er sú að Albert Guðmundsson var framúrskarandi fótboltamaður á Íslandi, og spilaði fyrir jafn frægt félag og Arsenal bætti stöðu hans sem pólitíkus.”
Albert snéri svo seinna til Frakklands aftur til að verða sendiherra þar í landi, og í raun hitti hann Arsené Wenger (sem var þá framkvæmdastjóri Monaco) í Apríl 1992.
Árið 1987 yfirgaf hann Sjálfstæðisflokkinn og stofnaði Borgaraflokkinn og þrátt fyrir að flokkurinn hafði nánast enga sögu, náði hann að fá 11% af greiddum atkvæðum.
Nú eru 11 ár síðan hann lést, aðeins sjötugur að aldri. Fáir gætu átt jafn litríkt og fjölbreytt líf og Albert Guðmundsson.

Eftir Dan Brennan.
-Hilmar Þ. þýddi.