Blikastúlkur á topp Símadeildar kvenna Blikastúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik gegn Valsstúlkum í Símadeild kvenna í gær en sköpuðu sér þrátt fyrir það engin hættuleg marktækifæri og segja má að þetta hafi verið leikur sterkra varna. Úrslitamark leiksins kom svo þegar sjö mínútur lifðu leiks. Blikar áttu aukaspyrnu á miðjum vellinum sem Þóra Helgadóttir markvörður þeirra tók. Hún spyrnti langt inn í teig á Ernu B. Sigurðardóttur sem lagði boltann út á Hólmfríði Ó. Samúelsdóttur sem var nýkomin inná sem varamaður. Hólmfríður skaut föstu skoti í fjærhornið og tryggði Blikum sigurinn.

FH-stúlkur tóku á móti ÍBV í Kaplakrika í gærkvöldi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós strax á 7. mín. Þar var að verki Sigríður Guðmundsdóttir fyrir FH. Nicky Grant skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig og jafnaði fyrir ÍBV.

Staðan eftir átta umferðir:
1 Breiðablik (+18) 19
2 KR (+32) 18
3 ÍBV (+22) 17
4 Stjarnan (-5) 10
5 Grindavík (-16) 10
6 Valur (+3) 8
7 FH (-15) 7
8 Þór/KA/KS (-39) 3