Djöfull er ég orðinn pirraður á þessu liði mínu. Eftir að hafa horft á leikinn gegn Lille þá ætla ég að telja upp nokkra hluti sem mér er illa við:

*O'Shea kann ekki að gefa fkn boltann

*Fletcher fær boltan, gefur hann tilbaka. Fær boltann, gefur hann til baka. Ein af ástæðunum fyrir að Utd. þurfa nýjan miðjumann sem kann að skapa.

*Mér sýnist framherjarnir ekki vera bjóða sig mikið en boltinn þarf fyrst að komast yfir miðju sem hann gerir ekki mikið. Varnarmennirnir eru með boltann 25% af leiknum

*Innáskiptingarnar hjá Sir Alex koma alltaf of seint! Ef ekkert er að virka þá prufar marr að hleypa nýju lífi inní leikinn og taka þreytta menn útaf.

Það má segja að það eina sem ég er sáttur með er Van der Sar sem er búinn að vera frábær. Ji-Sung Park á að fá að spila meira því hann er með betri leikmönnunum og svo finnst mér Silvestre sá eini sem er að vinna almenninlega varnarvinnu þó að hún sé undir hans getu.

Aðeins um Lille leikinn…
Vá hvað ég var orðinn pirraður á Markus Merk! Ég ætla ekki að kenna honum um tapid því það er bara vitleysa en hann var afleiddur seinustu 20.mín. Tavladridis…þessi maður er ónæmur fyrir rauðu spjaldi. Slapp ótrúlega vel í fyrri viðureign liðanna og slapp við sitt seinna gula spjald með að skalla Smith í hnakkann all svakalega.
Park komst í gegn,varnarmaðurinn tók hann úr jafnvægi með því að toga í hann rétt áður en hann skaut. Hvernig er það ekki rautt spjald fyrir að vera seinasti maður! Enginn hagnaður þarna á ferðinni!
Svo fannst mér Rooney fá spjald bara af því hann er Rooney. Sýndi dómaranum, án þess að blóta*, að maðurinn hafði sparkað í hann og hlýtur gult spjald fyrir?

Örugglega meira sem ég get sett útá núna en þar sem ég er að skirfa þetta pirraður beint eftir leik ætla ég að láta þessi orð duga :@…
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”