Chelsea Það er nú orðið nokkuð ljóst að Chelsea er með langbesta liðið á Englandi og það sér hver einsasti maður. Ég vildi bara fara aðeins yfir liðið og bara skoða hvað er svona gífurlega sterkt við þetta Chelsea lið. Fyrst smá intro á Chelsea First 11 my style(4-2-3-1):

Markm: Petr Cech: fæddur í Plzen, Tékklandi 20 maí 1982 Hann kom til Chelsea frá Rennes í frakklandi fyrir ópplýsta fjárhæð. Náði að halda htrinu í tæpar 950 mín. sem er ótrúlegt

miðv.: William Gallas: fæddur í Asnieres, Frakklandi þann 17. ágúst 1977. Ferillinn hans byrjaði hjá Caen en fór svo til Marseille á frjálsri sölu. Svo í maí 01 kom hann til Chelsea fyrir um 6,2 milljónir punda. Hefur nú verið að fikra sig áfram sem hægri bakvörður.

hægri bak: Paulo Ferreira: fæddur í Setubal, Portugal þann 18 januar 1979. Varð evrópumeistari með Porto 2004 undir stjórn Jose Mourinho. þegar Mourinho tók við Chelsea ákvað hann að næla sé í Ferreira fyrir 13,2 milljónir punda.

Miðv.: John Terry: fæddur í Barking, Englandi þann 7 desember 1980. Er fastamaður í enska landsliðinu og er talinn einn besti miðvörður í heimi, aðeins 24 ára.

Vinstri bak: Asier Del Horno: fæddur í Bilbao, Spáni þann 19 januar 1981. Kom frá Athletic Bilbao fyrir 8 milljónir punda og er buinn að vera fastamaður i liði Chelsea frá því að hann kom enda frábær leikmaður.

Varnasinnaður Miðjum.: Claude Makalele fæddur í Kinshasa, Kóngó þann 18 februar 1973. kom til Chelsea frá Real Madrid og margir sagja að verstu mistök Real séu að hafa látið hann fara en fyrir einar 16 milljónir punda.

Varnasinnaður miðjum.: Michael Essien: fæddur í Accra, Ghana þann 3 desember 1982. Kom til Chelsea frá Lyon fyrir 24,5 milljónir punda og ætlaði Lyon bara ekki að láta hann fara. Hefur verið að spila vel það sem af er tímabils.

hægri kantur: Damien Duff: fæddur í Ballyboden, Írlandi þann 2 mars 1979. Hann kom frá Blackburn Rovers til Chelsea í júlí 2003 á 17 milljónir punda en Claudio Ranieri var þá við stjórn.

Vinstri kantur. Arjen Robben: fæddur í Bedum, Hollandi þann 23 januar 1984. Kom frá PSV Eindhoven um sumarið 2004 fyrir 9 milljónir punda en Man Utd hafði einnig áhuga á þessum undradreng. Hann er án efa einn besti kantmaður í ensku deildinni í dag þótt hann hafi ekki verið að spila eins og hann vildi.

Framliggjandi Miðjum.: Frank Lampard: fæddur í Romford, Englandi þann 20 júní 1978. Fór á láni til Swansea’95 frá West Ham en í júní 2001 var hann keyptur til Chelsea fyrir 11 milljónir punda. Hann var kjörinn besti leikmaður Ensku Úrvalsdeildarinnar 04/05 og er buinn að fara hamförum það sem af er tímabilsins.

Framherji: Didier Drogba: fæddur í Abidjan, Fílabeinsströndinni þann 11 mars 1978. Hann var keyptur af Jose Mourinho fyrir metupphæð, 24 milljónir punda. Hann hefur leikið vel það sem af er tímabils og átt stóran þátt í velgengni Chelsea.

Svona er liðið:

Cech

———Ferreira———–Terry———————–Gallas—————Del Horno



Makalele—————Essien



Duff——————Lampard———————-Robben


Drogba

Þetta er Chelsea liðið eins og ég myndi still því upp en endilega látið skoðanir ykkar í ljós.
P.S. ég er Man Utd maður, en ekki einn af þeim sem segir að Man Utd séu bestir og ekkert annað lið sé gott.