Dani til ÍBV og Fjalar aftur í Þrótt Forráðamenn ÍBV virðast ætla að fara sömu leið og Leiftur og Grindavík með því að fylla liðið af útlendingum. Vestmannaeyjingar hafa nefnilega fengið danskan knattspyrnumann í sínar raðir, Tommi Schram að nafni. Um er að ræða 29 ára gamlan miðjumann, sem kemur frá danska 1. deildarliðinu Herfölge. Samkvæmt ibv.is hefur hann spilað með liðum eins og Bröndby, AB, Gladsaxe, Gladsaxe-Hero og Herfølge. Hann á að vera mikill leiðtogi á miðjunni. Schram er fæddur 9. nóvember 1971 og verður því þrítugur í ár. Hann er 1,84 cm. og 78 kíló. Hann hefur spilað 73 leiki fyrir Bröndby sem er eitt sterkasta lið Danmerkur og svo á hann um 520 U-21 landsleiki með Danmörku og rúmlega 1200 U-18 landsleiki. Þessi reynslujaxl á því örugglega eftir að standa sig í Eyjum



Samkvæmt textavarpi RÚV þá hefur Fjalar Þorgeirsson markvörður Fram gengið til liðs við sitt gamla félgag Þrótt í 1.deild. Fjalar sem er 24.ára gamall var á sínu öðru tímabili með Fram. Aðeins er beðið eftir leikheimild en hún verður væntanlega komin fyrir morgundaginn en þá leikur Þróttur gegn Stjörnunni. Gunnar Sveinn verður því örugglega í marki Fram í kvöld þegar liðið fer til Keflavíkur en Gunnar var einnig í marki liðsins í bikarsigrinum gegn Val. En af hverju yfirgefur Fjalar Framara á þessum tíma? Sögurnar eru fljótar að koma og sú sem ég heyrði var á þá leið að hann hafi lent í rifrildi við þjálfarann. Fjalar á að hafa farið út að skemmta sér kvöldið fyrir leik og Kristinn þjálfari komst að því og var ekki glaður. Þess vegna var Gunnar í markinu á móti Val. Þetta er bara saga og ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé sönn.