Saviola til Börsunga Argentínski landsliðsmaðurinn Javier Saviola, sem spilar fyrir River plate í Argentínu, er á leið til Barcelona samkvæmt umboðsmanni leikmannsins.

Spánskir fjölmiðlar greindu frá því að River plate hefði samþykkt £17.900.000 boð í piltinn eftir að hafa neitað £15.700.000 boði frá Barcelona í síðustu viku.

Saviola (19 ára) ku vera hæst ánægður með þetta allt saman og mun að öllum líkindum skrifa undir 5 ára samning við Börsunga.

Saviola, sem hefur gælunafnið Kanínan vegna útstæðra tanna sinna, var í sviðsljósinu á World youth cup þegar hann skoraði 10 mörk sem hjálpuðu Argentínu í úrslitin.

Hann skoraði þrennu gegn Frökkum er þeir unnu þá 3-1 í 8-liða úrslitum og svo tvö í undanúrslitunum gengn nágrönnum sínum, Paraguayum.

Saviola hefur nú þegar jafnað markametið í keppni þessari og á möguleika á að bæta það á Sunnudaginn þegar Argentína mætir Ghana í úrslitunum.

Barcelona hefur nú þegar keypt franska varnarmannin Philippe Christanval, Brasilíska miðjumanninn Fabio Rochemback og landa hans Geovanni.

Einnig hafa þeir keypt sænska varnarmanninn Patrick Andersson frá Bayern Munchen og argentínski markvörðurinn Roberto Bonano er í Barcelona til að ganga frá smáatriðum varðandi komu hans til félagsins.