Grindavík vann en KS hyggst kæra! Þrír leikir fóru fram í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins í gær og unnust þeir allir á útivelli. Grindavík vann KS 3-1 á Siglufirði. Heimamenn hyggjast kæra leikinn því vafasamt er að Zoran Djuric og Ólafur Ívar Jónsson séu gjaldgengir með liði Grindavíkur í bikarkeppninni þar sem þeir léku með GG, venslafélagi Grindavíkur, í 2. umferð keppninnar. Þórður Birgisson kom KS yfir í leiknum en Scott Ramsey, Ray Anthony Jónsson og Óli Stefán Flóventsson skoruðu mörk Grindavíkur. Úrslitin því 1-3 en óvíst hvort þau fái að standa.

Ég kíkti á Valsvöllinn í gær og keypti mér eitt ógeðslegasta kók sem ég hef smakkað… en nóg um það. Valur tók á móti Fram og var Gunnar Sveinn í marki gestanna. Þannig var Kristinn Rúnar að minna Fjalar á að hann þurfi að standa sig vel því annar ágætis markvörður bíður eftir tækifæri. Besti maður vallarins var hins vegar Þorbjörn Atli Sveinsson sem fór illa með Valsmenn. Hann kom Fram yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiks en stuttu áður hafði Þórður bjargað vel í marki Vals. Þorbjörn var aftur á ferðinni á 61.mínútu þegar hann vippaði boltanum yfir Þórð. Andri Fannar Ottósson kom inná á 74.mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar náði hann að skora og koma Fram í 3-0. Allmargir Valsmenn yfirgáfu völlinn eftir þetta og misstu því af tveimur mörgum frá sínum mönnum. Þeir Jón Gunnar og Sigurður Sæberg skoruðu mörk Vals sem eru dottnir úr leik. Framarar, ég þar á meðal, hlakka hins vegar til átta liða úrslitanna eftir þennan ágæta 3-2 sigur.

Tvö ódýr mörk kostuðu Stjörnuna sigurinn gegn FH. Atli Viðar og Jóhann Möller skoruðu mörkin í Garðabænum. Talsverð harka var í leiknum og áttu heimamenn skilið að skora mark en það gerðist þó ekki og FH komnir áfram á 2-0 sigri. Í kvöld fara fram fjórir leikir og þeirra stærstur er leikur KR og Fylkis sem verður í beinni á Sýn.



16.liða úrslit Coca Cola bikarsins:

Víðir - KA 0-2 e.frl.
Valur - Fram 2-3
KS - Grindavík 1-3 (Óvíst er hvort úrslit fái að standa)
Stjarnan - FH 0-2

Í kvöld kl.20:00: KR - Fylkir (KR-völlur)
Í kvöld kl.20:00: Víkingur R. - ÍA (Valbjarnarvöllur)
Í kvöld kl.20:00: Sindri - Keflavík (Sindravellir)
Í kvöld kl.20:00: ÍBV - Breiðablik (Hásteinsvöllur)