Grindvíkingar unnu sanngjarnan sigur á baráttuglöðum Siglfirðingum, en eitthvað virðist þeim Siglfirðingum hafa sárnað tapið og notað sá tylliástæðu að Grindvíkingar notuðu tvo af leikmönnum sínum í bikarleik venslafélags síns GG gegn Víðir í annarri umferð keppninnar í maí síðastliðnum

Það er sem það virðist sem Siglfirðingar vita ekki hvað venslasamningar eru enda láir það þeim enginn enda nýtilkomið.
Venslasamningurinn felur í sér, ég ætla ekki að kópera úr reglugerð KSI en hana er að finna á http://www.ksi.is,ætla bara að umorða þetta svo allir skilji.

að þú mátt leika með venslafélagi þínu og getur verið að svissa á milli félaganna nokkuð frjálst. Þetta gildir fyrir alla meistaraflokksleiki þar með bikarkeppnina. Hins vegar gildir sú regla að sá leikmaður sem hefur verið á leikskýrslu efri deildar liðsins má hann ekki leika með neðri deildarliðinu fyrr en eftir að neðri deildarliðið er búið að leika einn leik í millitíðinni

Þetta eru einu kvaðirnir sem ég sá á þessum samning. Þannig er nú mál með vexti að þessir leikmenn léku jú með neðri deildarliðinu í þessum umrædda bikarleik. Ekkert sá ég í lögum um bikarkeppni sem bannaði leikmönnum að leika með tveimur félögum enda gildir venslasamningurinn um alla meistaraflokksleiki.