Enska utandeildarliðið Boston United bauð hinum hætta Stan Collymore að ganga til liðs við liðið og reyna þannig að rífa sig uppúr þunglyndinu og reyna að finna ástina á leiknum á ný. En Collymore sagði bara nei takk!

Hann er bara búinn að fá nóg, og vill víst frekar vera „á pöbbanum heldur en að spila pöbbabolta" (tilvitnun í gras.is).

Stan var á sínum tíma gríðarlega góður knattspyrnumaður en skemmdi það allt fyrir sér með bölvuðu rugli. Hann sýndi það með Bradford í fyrra að hann átti greinilega eitthvað eftir ennþá en hann virðist greinilega ekki vilja spila fótbolta aftur. Það er þó ekki spurning að hann hefði verið gríðarlega fengur fyrir hvaða utandeildarlið sem er!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _