Staðan í Símadeild kvenna og 2.Deild karla KR-stúlkur unnu stórsigur á Grindavík í leik liðanna í 7. umferð Símadeildar kvenna á þriðjudaginn og halda því enn í við toppliðin tvö ÍBV og Breiðablik, en Blikastúlkur töpuðu mjög óvænt gegn Stjörnunni 1-0, þar sem Freydís Bjarnadóttir skoraði sigurmark Stjörnustúlkna í fyrri hálfleik.

KR sigraði Grindavík 9-0 þar sem Olga nokkur Færseth skoraði þrennu. Olga er þá markahæsta KR-stúlkan frá upphafi. Þær Ásdís Þorgilsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoruðu sitt hvor tvö mörkin. Þá skoruðu þær Embla S. Grétarsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sitt markið hvor.

1 ÍBV 7 (+22) 16
2 Breiðablik 7 (+17) 16
3 KR 7 (+30) 15
4 Stjarnan 7 (-3) 10
5 Grindavík 7 (-15) 10
6 Valur 6 (+5) 8
7 FH 6 (-16) 3
8 Þór/KA/KS 7 (-40) 0



Þrir leikir fóru fram í annarri deild karla í gærkveldi. Selfoss vann öruggan 4-1 sigur á Leikni. Léttir vann Skallagrím 3-1 í botnslag og KÍB grúttapaði fyrir Haukum á Skeiðisvelli 2-7.

1 Haukar 8 (+17) 20
2 Sindri 7 (+9) 19
3 Afturelding 7 (+10) 15
4 Selfoss 8 (+6) 14
5 Léttir 8 (+3) 13
6 Leiknir R. 8 (-1) 9
7 Víðir 7 (-5) 5
8 Skallagrímur 8 (-10) 5
9 KÍB 8 (-17) 4
10 Nökkvi 7 (-12) 1