Liverpool - Chelsea Ég horfði á Liverpool - Chelsea í gær(28.09.05) og ég ætla að skrifa aðeins um hann.

Skemmtanagildi leiksins frá einum upp í tíu. Níu þar sem liðin voru að spila skemmtilegan fótbolta.

Dómgæsla leiksins frá einum upp í tíu. Fimm, ég er ekki viss hvað dómarinn hefur verið að drekka fyrir leikinn en það hefur allavega verið aðeins of áfengt.

Það sást nokkrum sinnum í leiknum að það ætti að dæma vítaspyrnu t.d. þegar það var haldið í Hyypia og fleiri skipti ég taldi þrjú skipti sem Liverpool ætti að fá víti.

Mér fannst frekar leiðinlegt hvað Didier Drogba lék mikið, það var næstum eins og hann væri í prufu fyrir eitthvað leikrit.

Hvernig var hægt að vera með Ferreira inná allan leikinn þegar hann var kominn með sex brot þá var ég viss um að hann myndi nú fara bráðum útaf, en nei hann var inn á án þess að fá spjald í leiknum

Leikmennn Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Hyypia, Traore, Hamann, Luis Garcia, Gerrard, Alonso, Crouch og Cisse (Sinama Pongolle 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Carson, Riise, Josemi, Warnock, Zenden og Potter.

Gult spjald: Xabi Alonso.

Leikmenn Chelsea: Cech, Paulo Ferreira, Ricardo Carvalho, Terry, Gallas, Essien, Makelele, Lampard, Duff (Crespo 75. mín.), Drogba (Huth 90. mín.) og Robben (Wright-Phillips 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Cudicini, Cole, Geremi, Guðjohnsen.

Gul spjöld: Claude Makelele, Arjen Robben, Frank Lampard og John Terry.

Áhorfendur á Anfield Road: 42.743.