Ég ákvað að skrifa niður nokkrar upplýsingar um mitt lið í enska boltanum West Ham.

West Ham var stofnað árið 1895 undir nafninu Thames Iron Works FC og þá sem áhugamanna lið, en breytt í atvinnumanna lið árið 1898. Liðið skipti svo um nafn árið 1900 í West Ham United FC sama ár og liðið varð að nokkurskonar einkahlutafélagi.

Liðið er ýmist kalla ‘Irons’ eða ‘Hammers’ af aðdáendum sínum sem eru á meðal dyggustu stuðningsmanna í knattspyrnunni frá upphafi en undanfarin 30 ár hafa aldrei færri en 3500 manns fylgt liðinu á útileiki félagsins.

Ekki nema 3500 gætu sumir spurt, en já flestir stuðningsmenn liðsins eru verkamenn og ekki allir sem sjá sér fært að ferðast með liðinu hvert sem er.

Liðið hefur haft fjóra heimavelli í London frá stofnun þess: 1895-96 voru þeir á Hermit Road Ground, 1896-97 á Browning Road, 1897-1904 á Memorial Grounds en fluttust á Boleyn Ground, Upton Park sem hefur verið þeirra heimavöllur síðan 1904.

Liðið státar af því að hafa einungis haft 10 þjálfara síðan 1902: Syd King 1902-1932, Charlie Paynter 1932-1950, Ted Fenton 1950-1961, Ron Greenwood 1961-1977, John Lyall 1977-1989, Lou Macari 1989-1990, Billy Bonds 1990-1994, Harry Redknapp 1994-2001, Glenn Roeder 2001-2003 og núverandi Alan Pardew sem tók við árið 2003 eftir að Roeder endurtók leik sinn frá því að hann var þjálfari hjá Watford kláraði sitt fyrsta tímabil með liðið í 7.sæti og féll svo árið eftir.

Á meðal þekktustu leikmanna ‘Hammers’ frá upphafi má nefna: Billy Bonds, Ronny Boyce, Trevor Brooking, Tony Cottee, Alan Devoshire, Geoff Hurst, Frank Lampard eldri og yngri, Alvin Martin, Booby Moore, Phil Parks, Harry Redknapp, Paolo Di Canio, Joe Cole, Rio Ferdinand, Michael Carrick, Jermaine Defoe og á síðustu leiktíð bættist enginn annar en gamla kempan Teddy Sheringham í þennan virta hóp knattspyrnumanna og hefur sett sitt mark á árangur liðsins og var einn af þeim sem kom West Ham aftur upp í úrvalsdeildina þar sem þeir eiga heima.

Ég verð að nefna það að tveir líklega frægustu aðdáendur West Ham eru Steve Harris (Iron Maiden) og John Cleese (Monty Python).

Allar upplýsingar eru fengnar af www.whufc.com

Takk fyrir lesturinn
Falcone
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX