Fylkir sigraði Skagamenn Fylkismenn báru í kvöld sigurorð af Skagamönnum, 2:1, í leik liðanna í Árbænum í kvöld. Gestirnir frá Skipaskaga komust yfir strax á 8. mínútu með marki frá Hirti Hjartarsyni. Þetta var áttunda mark Hjartar í jafnmörgum leikjum og er hann nú langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. En það var markamaskína Fylkismanna, Steingrímur Jóhannesson sem minnkaði muninn fyrir Árbæinga á 19. mínútu og skömmu síðar misnotuðu Fylkismenn vítaspyrnu, en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Skagamanna, varði spyrnu Sævars Þórs Gíslasonar vel. Pétur Björn Jónsson skoraði sigurmark Fylkismanna á 51. mínútu, en síðasta stundarfjórðunginn lágu Skagamenn hreinlega í sókn.

Á sama tíma fór Keflavík létt með vængbrotið lið Breiðabliks og sigraði, 4:2. Fimm leikmenn vantaði í lið Breiðabliks sökum leikbanna og meiðsla. Keflvíkingar höfðu 0:3 forystu í hálfleik, Blikar minnkuðu muninn í upphafi þess síðari, Keflvíkingar komust í 4:1 og Blikar skoruðu annað mark þegar skammt var til leiksloka.