Staðan í 1.deildinni Það virðist vera mjög líklegt að KA-maðurinn Hreinn Hringsson verði markahæstur í 1.deildinni Lið hans tók Gumma Torfa og félaga ÍR-inga í bakaríið í gær með 6-0 sigri, Hreinn skoraði þrennu í leiknum. Nágrannarnir í Þór lágu í Garðabænum gegn Stjörnunni 3-1 og skoraði Garðar Jóhannsson sem öll mörk Stjörnunnar. Þróttur gerði góða ferð á Krókinn og sigruðu Tindastól 4-2 og eru skammt á eftir toppliðunum í fjórða sætinu, og gætu þeir jafnvel blandað sér í baráttuna. Þá unnu Víkingar sigur á Leiftri 2-0 í Víkinni og eru Ólafsfirðingar í frjálsu falli niður í 2. deild.

Staðan eftir sjö umferðir: Leikir (Mörk) Stig

1 KA - 7 (21:4) 17
2 Þór A. - 7 (20:6) 16
3 Stjarnan - 7 (12:6) 15
4 Þróttur R. - 7 (9:8) 11
5 Víkingur R. - 7 (11:7) 9
6 ÍR - 7 (10:14) 8
7 Tindastóll - 7 (11:18) 6
8 Dalvík - 7 (7:20) 6
9 Leiftur - 7 (7:13) 4
10 KS - 7 (4:16) 2