Stærsta tvöfalda sala í sögu fótbolta fór fram á föstudaginn þegar
Parma létu þær fréttir berast út að þeir hefðu keypt Francesco
Toldo og Manuel Rui Costa frá Fiorentina á 6,5 miljarða króna.
Þessi sala hjá Fiorentina mun eyða skuldahalanum sem þeim var gert
að eyða ella sætta gjaldþroti, en mun valda leikmönnunum sem vildu
eltast við stóra peninga upphæðir á Spáni vonbrigðum. “Ég verð að
fara til klúbbs þar sem ég get unnið stóra hluti og þess vegna væri
það betra fyrir mig að fara til Real Madrid” sagði Rui Costa en
hann hefur 48 klukkustundir til að gera upp hug sinn.
En koma Toldos mun gera Buffon kleyft að fara til Juve sem verður
gert opinbert í næstu viku.