Juan Sebastian Verón hefur látið hafa eftir sér að hann hafi mjög mikinn áhuga á því að ganga til liðs við Englandsmeistara Manchester United, og segir það vera mjög mikinn heiður að fá að keppa í United búning.
Hann segir einnig að hann sé mjög spenntur fyrir því að skrifa undir og fá að spila með Roy Keane, Paul Scholes og David Beckham. Jafnframt segir hann að það sé ekkert sjáanlegt sem getur komið í veg fyrir það að hann gerist United leikmaður. En það sem hafði hvað mest áhrif á hann var fyrrv. stjóri hans og núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, Sven-Göran Eriksson sem talaði við Verón og taldi hann á að koma til Englands.
Einungis á eftir að ganga frá formsatriðum en talsmenn Verón munu koma til Manchester í byrjun næstu viku og vonast er til að kaupin verði kláruð þá.