Jæja nú fer að koma að því að Herra Sol Campbell muni tilkynna hvar hann mun leika í framtíðinni. Arsenal hefur boðið honum betri samning en þeir buðu fyrst og eru meira að segja búnir að taka frá númerið 23 fyrir hann, eða svo segja slúðurblöðin. Inter Milan segjast vera nokkuð vongóðir um að hann velji þá og svo hefur Barcelona gert tímamóta samning við leikmann, þá meina ég að það var ekki nóg að bjóða honum laun heldur vill hann fá fríar ferðir til og frá Spáni þegar hann fer í frí til Englands.
Hvað er að ?
Er þetta ekki farið að ganga dálítið mikið út á öfgar og vitleysu ?
Ég er svo sem ekkert á móti því að viðkomandi gangi til liðs við Arsenal en eru leikmenn alltaf að verða stærri en fótboltaliðin sjálf ? Dæmi: Patrick Vieira.
Hvar endar þetta ? Egum við eftir að sjá það í framtíðinni að framkvæmdarstórarnir missi sín völd og leikmennirnir geti farið að óska eftir hinum og þessum leikmönnum í liðið sem þeir spila með.
Nei svona í alvörunni talað þá held ég að það verði ekki að minnsta kosti vona ég ekki.
Það er víst að myndast keppni núna um það hver fær Veron frá Lazio fer og þar efstir á blaði eru Man.Utd og Inter Milan (alltaf eru þessi Ítölsku lið á eftir öllum). Nú ef Man.Utd nær í hann þá eru þeir komnir með ansi sterka miðju.
Hverjar eru ykkar skoðanir á þessu öllu og þá meina ég sérstaklega þessum leikmanna kaupum og sölum. Eiga liðin sjálf ekki að ákveða hvenær þau selja viðkomandi leikmann eða á leikmaðurinn að ákveða hvenær hann vill verða seldur, það eru nú einu sinni leikmennirnir sem skrifa undir samninga er það ekki og á meðan samningarnir eru í gildi nú þá eiga þeir að gilda, eða ég bara spyr ?