Bjarnólfur á heimleið??
Svo kann að fara að Bjarnólfur Lárusson, atvinnumaður í knattspyrnu, fari frá Englandi og setjist á skólabekk í Vestmannnaeyjum í vetur og spili jafnvel með ÍBV á næsta tímabili. Bjarnólfur hefur sem kunnugt er verið á Bretlandseyjum síðustu ár að spila knattspyrnu og núna síðast með Walsall en var laus undan samningi frá þeim fyrir tímabilið sem nú er hafið.