Tottenham og Liverpool enn að pæla fyrir veturinn Jordi Cruyff, sem fór frítt frá Man Utd til Alaves vorið 2000 er býsna eftirsóttur þessa dagana. Hann hefur nýlega framlengt samning sinn við Alaves en það er klásúla þar sem segir hann megi fara komi viðunandi tilboð fyrir 22 júli. Tottenham er sagt vera að undirbúa boð upp á amk 2,2 millur en sagt er að Paris St Germain og Espanyol séu eitthvað að kíkja á pilt. Hann skoraði ekki nema 3 mörk í 35 leikjum á síðasta tímabili, en eitt af þeim hjálpaði til að gera úrslitaleikinn í UEFA bikarnum, á móti Liverpool, að algjörum thriller.

19 ára framherji, Milan Baros, hjá Banik Ostrava í Tékklandi er jafnvel á leið til Liverpool. Patrik Berger og Vladimir Smicer hafa rætt við hann og gefa Liverpool hæstu einkunn, svo strákur er spenntur. Hann á víst að vera einn efnilegasti Tékkinn í dag en hvorki Liverpoolmenn, sem og Pavel Paska, umbi drengsins, vilja segja neitt um málið.