Staðan í Símadeild kvenna og 2.Deild karla SÍMADEILD KVENNA:
Blikastúlkur trjóna á toppi Símadeildar kvenna eftir öruggan 3-1 sigur á slöppum FH stúlkum í gærkvöldi. Fyrsta mark leiksins skoraði Sarah Pickens eftir aðeins 30 sekúndna leik, en hún skoraði tvö mörk í leiknum og er önnur markahæst í deildinn með tíu mörk á eftir Olgu Færseth, KR, sem hefur skorað ellefu. KR stelpur eru með slakari hóp en undanfarin ár og það sýndi sig í Vestmannaeyjum í gær þar sem ÍBV vann sanngjarnan 3-1 sigur. Grindavík hefur komið á óvart í deildinni og gerðu jafntefli við Stjörnuna í gær. Þegar slatti er búinn af mótinu virðist allt stefna í nokkuð spennandi keppni framundan.

Staðan eftir sex umferðir: ((Mörk) – Stig)
1. Breiðablik (+18) 16
2. ÍBV (+16) 13
3. KR (+22) 12
4. Grindavík (-7) 10
5. Valur (+5) 8
6. Stjarnan (-4) 7
7. FH (-16) 3
8. Þór/KA/KS (-34!) 0



2.DEILD KARLA
Nú er þriðjungur af keppni í C-deild Íslandsmótsins lokið og deildin nokkuð jöfn. Sindramenn hafa enn ekki tapað leik og á þjálfarinn og aðalmarkmaður liðsins, Harjudin Cardaklija stóran þátt í því. Liðið hefur skorað átta mörk í leikjunum sex en KÍB sem situr í fallsæti hefur aðeins skorað einu marki minna. Hins vegar gengur erfiðlega hjá andstæðingum Sindra að koma boltanum fram hjá Cardaklija því hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig. Ég held að baráttan um að komast upp muni aðallega standa á milli Sindra, Hauka og Aftureldingar þó önnur lið gæti örugglega blandað sér í baráttuna. Ég spái þeim liðum sem nú sitja í botnsætunum falli. Svona lítur staðan í deildinni út en öll liðin hafa leikið sex leiki:

1. Sindri (+7) 16
2. Haukar (+9) 14
3. Afturelding (+8) 12
4. Selfoss (+5) 11
5. Léttir (0) 7
6. Leiknir (0) 6
7. Viðir (-3) 5
8. Skallagrímur (-5) 5
9. KÍB (-10) 4
10. Nökkvi (-11) 1