Já núna var þessum bráðskemmtilega leik að ljúka. Ísland komst í 2-0 en að sjálfsögðu náðum við að klúðra þessu eins og vanalega.
Fyrstu 20 mín voru mjög góðar en eftir að Grétar og Hermann höfðu skorað(snilldar mark hjá Mr Hreidarsson) þá fórum við að gleyma vörnini smá og þeir komust meira í leikinn.Þeir náðu að minka muninn í 2-1 fyrir háfleik og svo kláruðu þeir dæmikð í seinni háfleik.
Við fengum fullt af dauðafærum t.d Eiður einn á markteig með skot yfir,Hermann einn á markteig með skalla yfir og Heiðar einn í gegn með markskot yfir. En inn vildi boltinn ekki.
En það er eitt sem ég skil ekki alveg afhverju skiptum við ekki Gunnari,veigari eða Tryggva inná þegar það var greinilegt að menn voru alveg sprungnir í restina???? ég bara spyr
Afhverju héldu miðjumennirni að þeir þurftu ekki að fara í vörn eftir að við komust í 2-0???bilið á milli varnar og miðju var hlægilegt
smá einnkunn 10 best
Árni Gautur 7 átti ágætis leik en manni fannst eins og hann væri ekki alveg nóu öruggur en hann gat lítið gert í mörkunum.
Kristján örn 5 átti ágætis spretti en er að selja sig of mikið.Barðist vel en var ekki alltaf á sínum stað
Hermann Hreiðarsson 7 það vantaði ekki baráttuna og skoraði glæsilegt mark en var samt á köflum ekki nóu sanfærandi í sínum aðgerðum skilaði samt sínu.
Auðun Helgason5 æi við hljótum að eiga einhvern betri, var of seinn og virtist ekki finna sig. Með bestu leikmönnum á íslandi en á ekki heima í þessu liði.(nú verða FH ingar ekki sáttir)
Indriði 6 hann alavegna var að reyna hann má eiga það en hefur átt betri daga.
Grétar rafn 8 besti leikmaður Íslands í þessum leik, ég hef ekki verið mikil aðdáandi hans en hann var góður í dag.
Kári Árna 6 átti ágætis spretti en eins og svo margir þá var hann fljótur fram en ekki nægilega fljótur aftur, duglegur strákur sem mun spila marga landsleiki(hefði samt viljað sjá Tryggva þarna í í staðinn fyrir Arnar þór sem er einn sá lélegasti í þessu liði)
Stefán Gísla 6 byrjaði mjög vel en hefði mátt halda sig aðeins aftar eftir að við komust í 2-0 því bilið á milli miðju og varnar var of mikið.
Brynjar Björn 7 Þetta er ekkert tækni undur og veit ekkert hvað hann á að gera við boltan þegar hann er með hann en sá kann að vinna hann og gefst aldrei upp.
Eiður smári6 hefði átt að skora í þessum leik og virtist ekki vera að nenna þessu efitr að Búlagara jöfnuðu. Fékk klaufalegt gult spjalld.
Heiðar H 7 vantar greinilega leikæfingu og varð alveg sprunginn síðustu 10 mín en hann barðist vel og áttu Búlgarir í mestum vandræðum með hann framan af leik.
En þetta er bara mitt mat á þessum leik.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt