Já Arsenal byrjar alveg ágætlega og gæti vel orðið meistari.
Það var mikið talað um að Arsenal væri að missa svo mikið þegar Petit og Overmars fóru en ég tel að það hafi ekki verið svo mikill missir. Arsenal er búið að fá í staðinn Pires og Lauren sem ég tel vera mjög sterka leikmenn. Arsene Wenger er að búa til mjög skemmtilegt lið sem á eftir að verða í fremstu röð í mörg ár.
Ég myndi persónulega vilja sjá eftirtalda í liðinnu:
Manninger besti varamarkmaður í heimi í dag.
Luzhny fljótur og sterkur.
Adams stendur alltaf fyrir sínu.
Keown hver vildi ekki vera með hann í liðinu hjá sér.
Silvinho mjög tækniskur og góður leikmaður.
Lauren stendur Beckham snúninginn.
Vieira besti miðjumaðurinn í heiminum.
Síðan vil ég sjá Bergkamp niðri með Vieira.
Pires er að mínu mati betri en Overmars.
Allir vita hvað Henry getur.
Wiltford er hættulegur hvar sem er.
Þetta er liðið sem ég myndi stilla upp í dag og er alveg viss um að yrði margfaldir meistarar. Ef það er eitthvað sem vantar þá er það kannski einhver sem passar betur með Vieira.
Hvað finnst ykkur?