KR með Hollending til reynslu Það er alveg fulljóst að eitthvað er að hjá KR þessa stundina. Ég ætla nú ekkert að segja mína skoðun á því í þessari grein. Margir telja að eitthvað sálfræðilegt sé í gangi í Vesturbænum en aðrir telja Pétur Pétursson eiga sökina á þessu öllu. KR-ingum hefur ekki tekist að fylla skarðið sem Andri Sigþórsson skildi eftir sig þrátt fyrir margar tilraunir. Moussa Dagnogo hefur alls ekki staðið undir væntingum í framlínunni og fór útaf í fýlu í leiknum gegn Val, sem KR grút-tapaði 4-2! KR hefur þó alls ekki gefist upp og eru með framlínumann til reynslu.

Hann heitir Sergio Ommel og er 23 ára Hollendingur. Undanfarin ár hefur hann leikið með hollenska 1. deildarliðinu Telstar en var þar áður á mála hjá Groningen. Hann sat reyndar meira og minna á tréverkinu hjá Telstar í vetur en ætti að vera í ágætis formi.

KR-ingar hafa verið í miklum vandræðum með að skora í sumar og hafa ekki verið heppnir með þá útlendinga sem þeir hafa fengið undanfarið. Ég fann smá upplýsingar um frammistöðu Ommel á www.Gras.is:

1996/97: FC Groningen
8 leikir og 0 mörk

1997/98: FC Groningen
5 leikir og 1 mark

1998/99: FC Groningen
20 leikir og 5 mörk

1999/00: Telstar
33 leikir og 14 mörk

2000/01: Telstar
26 leikir og 1 mark



Valur - KR 4-2
1-0 Sigurður S. Þorsteinsson (11)
2-0 Geir Brynjólfsson (25)
RAUTT: Kristján Finnbogason - KR (36)
3-0 Sigurbjörn Hreiðarsson (37)
4-0 Matthías Guðmundsson (57)
4-1 Sigurvin Ólafsson (81)
4-2 Þorsteinn Jónsson