Það er fátt til að kætast yfir fyrir hina fjólubláu Flórensbúa og aðdáendur. Flestir leikmenn sem eitthvað kveður að eru á leiðinni burt (scudettoinn hans Batigol hefur vitanlega bráðsmitandi áhrif) og eini maðurinn sem raunverulega liggur á að losna við, hinn vitfirrti forseti Vittorio Cecchi Gori, situr sem fastast. Toldo fer reyndar ekki til Barca, sá díll fjaraði út því Börsungar eiga ekki krónu, en hann fer líklegast til Roma í staðinn fyrst Atalanta vill ekki selja markvörð sinn, Pelizzoli. Það er engin spurning lengur að Manuel Rui Costa er á förum - eina spurningin er hvort hann fari til AC Milan eða Lazio. Orðrómur er á kreiki um að Nuno Gomez sé búinn að skrifa undir hjá Paris Saint-Germain og Predrag Mijatovic vill ólmur í burtu. La Viola verður engin kósí skúta fyrir Mancini að stýra, ekki síst þegar hinn geðraskaði Sinisa Mihajlovic er mættur frá Lazio.
Þar sem leikmannafréttir breytast dag frá degi bið ég hugabræður alla að bæta hér við infói og leiðrétta ef eitthvað er vitlaust.
Forza Milan